Ráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. október 2020 16:45 Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið telur ekki stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum, hvar unnt sé að uppfylla sömu sóttvarnaskilyrði og gilda um íþróttastarf. Sömu skilyrði skuli gilda um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. Líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna á morgun innan þessa ramma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu sem send var út til áréttingar vegna opnunar líkamsræktarstöðva. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt misræmi í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun annars vegar og tilmæla sóttvarnalæknis hins vegar. Ákvæði nýrrar reglugerðar um samkomutakmarkanir, sem tekur á gildi á morgun, heimilar opnun líkamsræktarstöðva, sem hafa verið lokaðar síðan í byrjun mánaðar. Sóttvarnalæknir hefur hins vegar talað fyrir því að stöðvunum verði lokað áfram í ljósi þess að þangað megi rekja mörg smit í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir. Heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalæknir funduðu í dag til að fara yfir þau ákvæði sem gilda um íþróttir og líkamsrækt í reglugerð heilbrigðisráðherra. Jafnræðis og meðalhófs gætt Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins sem send var út nú á fimmta tímanum er bent á að í nýjasta minnisblaði sóttvarnalæknis sé lagt til að íþróttaiðkun án snertingar verði leyfð að hámarki í 20 manna hópi, þar sem tveggja metra reglan er virt, sótthreinsun sinnt og engir áhorfendur viðstaddir. Aftur á móti hafi verið lagt til að líkamsræktarstöðvar skyldu lokaðar. „Niðurstaða ráðuneytisins var sú að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Ákvörðunin byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. „Í reglugerðinni er því kveðið á um að líkamsræktarstöðvar megi vera opnar, að því gefnu að þar sé einungis stunduð starfsemi sem rúmast innan þeirra takmarkana sem reglugerðin setur. Ráðuneytið minnir á að öll blöndun milli hópa er óheimil, hvort sem er í tengslum við salernisaðstöðu, búningsaðstöðu, inn- og útganga o.s.frv,“ segir í tilkynningu. Sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð leiðbeininga til heilsuræktar- og íþróttastöðva á grundvelli reglugerðar heilbrigðisráðherra. Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hafa þegar gefið það út að þær hyggist opna á morgun innan þess ramma sem reglugerðin býður. Þannig verði boðið upp á skipulagða hóptíma, að viðhöfðum fjöldatakmörkunum, tveggja metra reglu og öðrum sóttvörnum. Þá verða líkamsræktarstöðvar Hreyfingar einnig líklega opnaðar á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24 Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14
Væri óheppilegt að opna aftur „aðaluppsprettu faraldursins“ Líkamsræktarstöðvar eru ein aðaluppspretta þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir hér á landi, að sögn sóttvarnalæknis. Hann telur í ljósi þess að óheppilegt væri að opna þær aftur í bráð. 19. október 2020 12:24
Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. 16. október 2020 17:24