Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. október 2020 12:03 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva skuli háttað. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. „Þetta snýst um það að [Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis] leggur til að heimila ákveðna starfsemi eins og jóga og krossfitt í bókuðum tímum þar sem að eru innan við tuttugu manns og tveir metrar á milli og það er hægt að hreinsa búnað á milli og svo framvegis. Og vegna jafnræðisreglu er ekki hægt að heimila það hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum,“ segir Svandís. Tillögur sóttvarnalæknis varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi afar takmarkaða starfsemi verði því heimil hjá líkamsræktarstöðvum, eins og hjá öðrum aðilum sem veita þessa þjónustu. „Við Þórólfur höfum farið yfir þetta og það er algjörlega sameiginlegur skilningur á því eins og það er núna,“ segir Svandís. Eruð þið að láta undan einhvers konar þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum? „Nei, við erum ekki að því. Staðan er í raun og veru sú að eftir því sem þessi faraldur heldur áfram þá þurfum við að gæta betur að spurningum um meðalhóf og jafnræði því þarna erum við að fara með viðkvæmt opinbert vald og þá þurfum við að gæta samræmis,“ segir Svandís. Hún sé hins vegar sammála því að reglurnar þurfi að vera skýrar. „Og ég held að það sé okkar verkefni í næstu skrefum að hafa reglurnar eins skýrar og fáar og hægt er og það er meðal annars það sem við Þórólfur munum ræða í dag,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva skuli háttað. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. „Þetta snýst um það að [Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis] leggur til að heimila ákveðna starfsemi eins og jóga og krossfitt í bókuðum tímum þar sem að eru innan við tuttugu manns og tveir metrar á milli og það er hægt að hreinsa búnað á milli og svo framvegis. Og vegna jafnræðisreglu er ekki hægt að heimila það hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum,“ segir Svandís. Tillögur sóttvarnalæknis varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi afar takmarkaða starfsemi verði því heimil hjá líkamsræktarstöðvum, eins og hjá öðrum aðilum sem veita þessa þjónustu. „Við Þórólfur höfum farið yfir þetta og það er algjörlega sameiginlegur skilningur á því eins og það er núna,“ segir Svandís. Eruð þið að láta undan einhvers konar þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum? „Nei, við erum ekki að því. Staðan er í raun og veru sú að eftir því sem þessi faraldur heldur áfram þá þurfum við að gæta betur að spurningum um meðalhóf og jafnræði því þarna erum við að fara með viðkvæmt opinbert vald og þá þurfum við að gæta samræmis,“ segir Svandís. Hún sé hins vegar sammála því að reglurnar þurfi að vera skýrar. „Og ég held að það sé okkar verkefni í næstu skrefum að hafa reglurnar eins skýrar og fáar og hægt er og það er meðal annars það sem við Þórólfur munum ræða í dag,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57
„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14