Frétti það á sama tíma og blaðamenn að hann væri orðinn fyrirliði Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 09:32 Bruno Fernandes var ánægður með að heyra fréttirnar að hann yrði fyrirliði Manchester United í kvöld. Getty/Matthew Peters Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira