Erlent

Belgar í basli vegna Covid

Samúel Karl Ólason skrifar
Krám og veitingastöðum verður lokað í minnst fjórar vikur.
Krám og veitingastöðum verður lokað í minnst fjórar vikur. AP Photo/Francisco Seco

Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. Fjöldi nýsmitaðra hefur náð nýjum hæðum og fjöldi fólks á sjúkrahúsi hefur tvöfaldast á milli vikna.

Til að reyna að ná tökum á faraldrinum hefur börum og veitingahúsum verið lokað í minnst fjórar vikur. Fólki hefur verið gert að vinna að heiman eins og mögulegt er og tekur útgöngubann gildi á miðnætti í nótt.

Samkvæmt frétt Reuters segja málafylgjumenn veitingaiðnaðarins að aðgerðirnar séu ósanngjarnar og að þær muni ekki skila tilætluðum árangri. Þeir telja að nú haldi fólk í staðinn samkvæmi á heimilum sínum og það án takmarkana.

412 eru á gjörgæslu í Belgíu og hefur fjöldi þeirra verið að tvöfaldast á hverjum átta til níu dögum. Rúmlega 200 eru í öndunarvélum.

Í frétt Reuters segir einnig að 10.413 séu dánir vegna Covid-19 og Belgía sé meðal þeirra ríkja í heiminum sem séu með hæsta dánartíðni, miðað við fólksfjölda.

Yves Van Laethem, heilbrigðisráðherra Belgíu, sagði á blaðamannafundi í dag að í þessari viku muni fjöldi fólks á gjörgæslu fara yfir 500. Talan muni ná þúsund í lok mánaðarins og aðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag muni ekki byrja að hafa áhrif fyrir það.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.