Innlent

Talsvert magn olíu í hreinsistöð í Klettagörðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Fráveitustöð við Klettagarða í Reykjavík.
Fráveitustöð við Klettagarða í Reykjavík.

Olía hefur borist í töluverðu magni inn í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum í Reykjavík. Erfitt er sagt að rekja uppruna olíumengunarinnar en hreinsistöðin tekur við fráveituvatni frá stórum hluta höfuðborgarsvæðisins.

Tilkynning um olíumengunina barst heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á fimmtudag. Megna olíulykt lagði þá um hreinsistöðina. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að olían hafi komið frá notanda í fráveitukerfinu.

Heilbrigðiseftirlitið hvetur fyrirtæki nú til þess að kanna ástand olíuskilja og tryggja að búnaðurinn virki sem skyldi og einnig að skoða geymslu á úrgangsolíu, stöðu í úrgangsolíutönkum og niðurföll í geymsluaðstöðu fyrir olíu og spilliefni.

Minnir eftirlitið á nauðsyn þess að geyma olíu- og spilliefni í lekabyttum eða lekaþróm og gæta þess að efni séu ekki geymd í nágrenni við niðurföll. Óhöpp þar sem olía eða önnur mengandi efni berast í fráveitu ber að tilkynna til heilbrigðiseftirlitsins þegar í stað svo hægt sé að lágmarka skaða.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.