Íslenski boltinn

Steve Dagskrá á Akranesi: Skrítin auglýsing og markið hans Bjarna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson á Norðurálsvellinum á Akranesi.
Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson á Norðurálsvellinum á Akranesi. stöð 2 sport

Strákarnir í Steve Dagskrá kíktu upp á Akranes á dögunum. Afraksturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld.

Þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson gengu út á Norðurálsvöllinn á Akranesi og sáu þar m.a. skrítið auglýsingaskilti.

Þeir litu líka aðeins í baksýnisspegilinn og rifjuðu upp frægan leik frá 1992 þar sem dómarinn Bragi Bergmann var með hljóðnema.

Þá rifjuðu þeir upp mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík 2007 þegar hann skoraði frá miðju, Keflvíkingum til lítillar gleði.

Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Steve Dagskrá á Akranesi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.