Enski boltinn

Pickford sleppur við refsingu fyrir tæklinguna á Van Dijk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Pickford straujaði Virgil van Dijk eftir að aðstoðardómarinn lyfti flaggi sínu til marks um rangstöðu.
Jordan Pickford straujaði Virgil van Dijk eftir að aðstoðardómarinn lyfti flaggi sínu til marks um rangstöðu. getty/John Powell

Jordan Pickford, markverði Everton, verður ekki refsað fyrir tæklinguna á Virgil van Dijk, varnarmanni Liverpool, í jafntefli liðanna, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Enski landsliðsmarkvörðurinn tæklaði Van Dijk eftir að búið var að dæma rangstöðu. Hollendingurinn þurfti að fara meiddur af velli og nú er ljóst að hann þarf að fara í aðgerð og þátttöku hans á tímabilinu væntanlega lokið.

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Pickford sleppi við refsingu þar sem dómarar leiksins hafi séð atvikið. Michael Oliver dæmdi leikinn á Goodison Park og David Coote var myndbandsdómari.

Liverpool-menn voru ekki sáttir með dómgæsluna í leiknum á laugardaginn. Í uppbótartíma var mark dæmt af Englandsmeisturunum þar sem Sadio Mané var nokkra millimetra fyrir innan vörn Everton.

Liverpool er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, þremur stigum á eftir Everton sem er á toppnum.


Tengdar fréttir

Carragher segir titilbaráttuna galopna

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og einn af álitsgjöfum á Sky Sports Football, segir titilbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni galopna í kjölfar meiðsla Virgil van Dijk hjá Liverpool.

Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik

Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.