Erlent

Fá að halda fram­kvæmdum á­fram við að reisa The Whale í Andenes

Atli Ísleifsson skrifar
Um 50 þúsund manns hafa heimsótt Andenes á Andøya, sem er að finna um 300 kílómetra norður af heimskaustsbaug, á hverju ári síðustu ár.
Um 50 þúsund manns hafa heimsótt Andenes á Andøya, sem er að finna um 300 kílómetra norður af heimskaustsbaug, á hverju ári síðustu ár. Dorte Mandrup

Heimild hefur fengist til að halda áfram framkvæmdum við Hvalinn („The Whale“), mikillar byggingar á Andenes í Norður-Noregi, sem ætlað er að hýsa stórbrotna hvalasýningu og safn um dýrin.

Um tíma leit út fyrir að framkvæmdir kynnu að stöðvast eftir að menningarminjar frá járnöld fundust á framkvæmdasvæðinu, en ný hefur fylkisstjórn gefið grænt ljós á áframhaldandi framkvæmdir.

Dorte Mandrup

Hönnunarkeppni

Um 50 þúsund manns hafa heimsótt Andenes á Andøya, sem er að finna um 300 kílómetra norður af heimskaustsbaug, á hverju ári á síðustu árum. Umhverfið þar er dramatískt - há fjöll, hafið og mikinn fjölda hvala sem fara þar um Bleiksdjupa, djúpt hafsvæði skammt frá.

Á síðasta ári var ákveðið að halda keppni um hönnun miðstöðvar sem ætluð var fyrir ferðamenn og áhugamenn um hvali sem sækja svæðið heim. Var það danska arkitektarstofan Dorte Mandrup sem vann þar sigur, en áætlað er að byggingin standi klár árið 2022.

Dorte Mandrup

Fær undanþágu

NRK segir frá því að á framkvæmdasvæðinu hafi fundist leifar af híbýlum manna frá járnöld, sem hafi sett framkvæmdina í uppnám. Fylkisstjórinn Kirsti Saxi segir hins vegar að framkvæmdin sé svo samfélagslega mikilvægt að undanþága frá reglum verði veitt, gegn ákveðnum skilyrðum.

Dorte Mandrup

Ætlunin er að The Whale rísi upp úr umhverfinu þar sem það stendur. Eigi gestir að geta gengið á þaki byggingarinnar, á baki hvalsins, og virt fyrir sig hafið, fjöllin og hvalina. Á nóttunni eigi gestir einnig að geta notið miðnætursólarinnar og norðurljósanna.

Dorte Mandrup


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×