Gjörólíkir og óvenjulegir kosningafundir hvor á sinni sjónvarpsstöðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 07:25 Donald Trump var í Flórída en Joe Biden í Pennsylvaníu. AP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira