Innlent

Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann.
Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann. Vísir/Egill

Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær.

Landlæknir hefur undafarið óskað eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en mun færri hafa skráð sig í hana nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. 

Í gær kom upp smit á fíknigeðdeild Landspítalans á þriðja tug starfsfólks að fara í sóttkví eða um helmingur.

Nú eru um 19 starfsmenn spítalans í einangrun og eru samtals um 110 manns í sóttkví. 

Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að verkefnin séu gríðarmörg og þegar séu komnar tvær legudeildir fyrir sjúklinga með Covid-19.

„Síðan erum við farin að leggja inná aðra legudeild og undirbúa okkur undir að fara á þá þriðju. Þá erum við komin með þrjár legudeildir bara fyrir þennan sjúklingahóp.  Við höfum þurft að fjölga rúmum á gjörgæslu og erum í öllu þessu að horfa á spálíkön um hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigríður. 

Þá þarf að sinna fleiri sjúklingum þar en í fyrstu bylgju faraldursins.

„Það er meira af veiku fólki sem er ekki með Covid og það þarf að sinna því líka,“ segir hún.

Þá eru um tvöþúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og hringt er í 400-450 manns á dag. Ef fólk er með versnandi líðan er það beðið að koma í tékk á göngudeildina. 

Sigríður  segir heilbrigðisstarfsfólk takmarkaða auðlind.

„Við getum veitt nauðsynlega heilbrigðisþjónustu bæði fyrir Covid- veika og þá sem ekki eru með sjúkdóminn en  smitin eru dreifðari en áður og koma meira inn á spítalann sem þýðir að við getum þurft að endurskipuleggja starfsemina með meiri fyrirvara,“ segir hún. 

Hún segir nauðsynlegt að geta sótt í bakvarðasveitina.

„Við þiggjum allan góðann liðsauka og tökum þeim fagnandi og erum einnig að finna leiðir innanhúss hjá okkur. Við höfum t.d. fengið svæfingar-og skurðhjúkrunarfræðinga á gjörgæsluna,“ segir Sigríður. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.