Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2020 19:00 Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann. Vísir/Egill Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. Landlæknir hefur undafarið óskað eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en mun færri hafa skráð sig í hana nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Í gær kom upp smit á fíknigeðdeild Landspítalans á þriðja tug starfsfólks að fara í sóttkví eða um helmingur. Nú eru um 19 starfsmenn spítalans í einangrun og eru samtals um 110 manns í sóttkví. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að verkefnin séu gríðarmörg og þegar séu komnar tvær legudeildir fyrir sjúklinga með Covid-19. „Síðan erum við farin að leggja inná aðra legudeild og undirbúa okkur undir að fara á þá þriðju. Þá erum við komin með þrjár legudeildir bara fyrir þennan sjúklingahóp. Við höfum þurft að fjölga rúmum á gjörgæslu og erum í öllu þessu að horfa á spálíkön um hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigríður. Þá þarf að sinna fleiri sjúklingum þar en í fyrstu bylgju faraldursins. „Það er meira af veiku fólki sem er ekki með Covid og það þarf að sinna því líka,“ segir hún. Þá eru um tvöþúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og hringt er í 400-450 manns á dag. Ef fólk er með versnandi líðan er það beðið að koma í tékk á göngudeildina. Sigríður segir heilbrigðisstarfsfólk takmarkaða auðlind. „Við getum veitt nauðsynlega heilbrigðisþjónustu bæði fyrir Covid- veika og þá sem ekki eru með sjúkdóminn en smitin eru dreifðari en áður og koma meira inn á spítalann sem þýðir að við getum þurft að endurskipuleggja starfsemina með meiri fyrirvara,“ segir hún. Hún segir nauðsynlegt að geta sótt í bakvarðasveitina. „Við þiggjum allan góðann liðsauka og tökum þeim fagnandi og erum einnig að finna leiðir innanhúss hjá okkur. Við höfum t.d. fengið svæfingar-og skurðhjúkrunarfræðinga á gjörgæsluna,“ segir Sigríður. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47 26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17 Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01 Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29 Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. Landlæknir hefur undafarið óskað eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en mun færri hafa skráð sig í hana nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Í gær kom upp smit á fíknigeðdeild Landspítalans á þriðja tug starfsfólks að fara í sóttkví eða um helmingur. Nú eru um 19 starfsmenn spítalans í einangrun og eru samtals um 110 manns í sóttkví. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að verkefnin séu gríðarmörg og þegar séu komnar tvær legudeildir fyrir sjúklinga með Covid-19. „Síðan erum við farin að leggja inná aðra legudeild og undirbúa okkur undir að fara á þá þriðju. Þá erum við komin með þrjár legudeildir bara fyrir þennan sjúklingahóp. Við höfum þurft að fjölga rúmum á gjörgæslu og erum í öllu þessu að horfa á spálíkön um hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigríður. Þá þarf að sinna fleiri sjúklingum þar en í fyrstu bylgju faraldursins. „Það er meira af veiku fólki sem er ekki með Covid og það þarf að sinna því líka,“ segir hún. Þá eru um tvöþúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og hringt er í 400-450 manns á dag. Ef fólk er með versnandi líðan er það beðið að koma í tékk á göngudeildina. Sigríður segir heilbrigðisstarfsfólk takmarkaða auðlind. „Við getum veitt nauðsynlega heilbrigðisþjónustu bæði fyrir Covid- veika og þá sem ekki eru með sjúkdóminn en smitin eru dreifðari en áður og koma meira inn á spítalann sem þýðir að við getum þurft að endurskipuleggja starfsemina með meiri fyrirvara,“ segir hún. Hún segir nauðsynlegt að geta sótt í bakvarðasveitina. „Við þiggjum allan góðann liðsauka og tökum þeim fagnandi og erum einnig að finna leiðir innanhúss hjá okkur. Við höfum t.d. fengið svæfingar-og skurðhjúkrunarfræðinga á gjörgæsluna,“ segir Sigríður.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47 26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17 Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01 Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29 Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47
26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17
Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45
Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01
Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29
Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42