Innlent

Spítalinn að gera allt sem þykir árangurs­ríkast gegn veirunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/Egill

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. Þetta kemur fram í pistli Páls sem birtur var á vef Landspítala í dag.

Páll vísar í grein Juliet Bedford og félaga í ráðgjafarhópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem birtist í tímaritinu Lancet í gær. Í greininni er rakinn sá lærdómur sem þegar liggur fyrir um það hvernig helst megi lifa með farsóttinni og halda henni í skefjum.

„Það er ljóst á greininni að við erum að gera alla þá hluti sem árangursríkastir eru taldir. Það er líka skýrt að samhæft átak, sóttvarnir og stuðningur almennings eru ákveðinn hornsteinn í því langhlaupi sem heimsbyggðin er nú stödd í,“ segir Páll í pistli sínum.

Hvað sem því líður er staðan þó erfið á Landspítala en þar liggja nú 24 inni, þar af þrír á gjörgæslu og allir í öndunarvél. Páll biðlar til fólks í pistli sínum að sýna því skilning að spítalinn hafi þurft að breyta starfsemi sinni vegna ástandsins.

„[…] stundum mjög hratt, til að mæta þörfum sjúklinga með COVID-19 veikindi. Það er afar mikilvægt að fagfólk í heilbrigðisgreinum, sem fæst við annað, skrái sig á bakvarðalista heilbrigðisþjónustunnar ef það hefur tök á. Það munar um hvern einstakling og sérstaklega vil ég að þessu sinni beina orðum mínum til hjúkrunarfræðinga,“ segir Páll.


Tengdar fréttir

97 greindust smitaðir innanlands í gær

97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. 54 voru í sóttkví við sýnatöku. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.