Innlent

26 manns inni­liggjandi á Land­spítalanum vegna Co­vid-19

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill

26 manns eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél.

Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Einn sjúklingur sem lagður hafði verið inn vegna Covid-19 útskrifaðist í gær en á móti lögðust þrír sjúklingar inn á spítalann.

Í gær voru þannig 24 sjúklingar inniliggjandi, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél.

88 manns greindust með kórónuveiruna innanlands á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu greindist svipaður fjöldi með veiruna innanlands í gær eða rúmlega 80 manns.

Þær tölur fást ekki staðfestar frá almannavörnum en vefurinn covid.is verður uppfærður með nýjum tölum venju samkvæmt klukkan 11.

Á sama tíma hefst upplýsingafundur almannavarna og landlæknis þar sem þríeykið svokallaða, þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Alma Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála.

Gestur fundarins í dag verður Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×