Innlent

Smit í hópi heilsu­gæslu­starfs­manna í Garða­bæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Kórónuveirusmit er komið upp í starfsmannahópi heilsugæslunnar í Garðabæ. Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. Þetta kom fram í máli Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Sigríður Dóra sagði þrátt fyrir þetta að ekki hafi komið upp smit í starfi Heilsugæslunnar, það er að segja, ekki hafi komið upp smit milli skjólstæðinga Heilsugæslunnar og starfsfólks hennar.

„En okkar fólk getur smitast annars staðar og við höfum lent í því. Síðast í gærkvöldi kom upp smit í einum starfshóp á einni heilsugæslustöð sem þurfti verulega að draga úr starfseminni,“ sagði Sigríður Dóra og átti þar við heilsugæslustöðina í Garðabæ.

Þá sagði Sigríður Dóra að fjöldi verkefna væri nú á borði Heilsugæslunnar.

„Við erum að reka Suðurlandsbrautina þar sem sýni eru tekin allan daginn. Nú er komið haust, núna eru komnar pestir og nú erum við farin að bólusetja við inflúensu. Þar leggjum við áherslu á tímabókanir í Heilsuveru. Forgangshóparnir eiga að koma núna í flensubólusetningu. Það gengur mjög hratt og vel, við reynum að útsetja engan.“

Eins sagði hún að Heilsugæslunni veitti ekki af auknum mannafla.

„Það er mikið álag og okkur vantar fleira fólk til starfa.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.