Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 18:45 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50
87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05