Lífið

Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki gjörgæslunnar í Fossvogi undanfarnar vikur.
Gríðarlegt álag hefur verið á starfsfólki gjörgæslunnar í Fossvogi undanfarnar vikur. Mynd/landspítali

Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á landi og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Mikið mæðir á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Þar liggur talsverður fjöldi Covid-19 sjúklinga, ráðstafanir eru umfangsmiklar, öryggis gætt í hvívetna og viðbúnaðurinn mikill. Ljósmyndari Landspítala leit við í vikunni og skrásetti það sem fyrir augu bar eins og segir í Facebook-færslu Landspítala.

Gjörgæsludeildir Landspítala eru á tveimur stöðum, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Þær sinna báðar hefðbundinni gjörgæslumeðferð og vöknun eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar. Nokkur sérhæfing er milli þeirra í samræmi við skiptingu sérgreina. Covid-sjúklingum er bæði sinnt í Fossvogi og á Hringbrautinni. 

Hér að neðan má sjá myndaseríu frá gjörgæsludeildinni í Fossvoginum. Sem stendur eru þrír á gjörgæsludeild spítalans og allir í öndunarvél.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.