Segir sanngjarnast að flauta Pepsi Max-deild kvenna af og ekkert lið falli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 11:31 Úr toppslag Breiðabliks og Vals í byrjun þessa mánaðar. Blikar unnu 0-1 sigur og tóku þar með stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. vísir/hulda margrét Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að sanngjarnast væri að hætta keppni í Pepsi Max-deild kvenna. Hann leggur til að engin lið falli og deildin verði skipuð tólf liðum á næsta tímabili. Máni birti í gær færslu á Facebook með frétt Fótbolta.net um að lið íhugi nú hvort þau eigi að senda erlenda leikmenn heim þótt tímabilinu sé ekki lokið. Öll liðin í Pepsi Max-deild kvenna eiga tvo leiki eftir fyrir utan botnlið KR sem á fjóra leiki eftir og Breiðablik og Fylki sem eiga þrjá leiki eftir hvort lið. Keppni var stöðvuð vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins og ljóst er að hún hefst ekki aftur fyrr en eftir landsleikjahlé. Ísland mætir Svíþjóð í mikilvægum leik í undankeppni EM 27. október. Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar og Máni segir að liðið eigi að verða krýnt Íslandsmeistari. Hann leggur til að ekkert lið falli úr Pepsi Max-deildinni en Tindastóll og Keflavík bætist við hana. Liðin eru í tveimur efstu sætum Lengjudeildarinnar og búin að tryggja sér sæti í Pepsi Max-deildinni að ári. „Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Keflavík og Tindastóll koma upp og spiluð 12 liða deild á næsta ári. Það er ljóst að liðin tvö sem falla úr deildinni í ár munu falla á nýju stigameti. Sem segir okkur að deildin er að verða jafnari þrátt fyrir þessi 2 sem eru að stinga af,“ skrifar Máni. Eins og áður sagði á KR fjóra leiki eftir. Liðið hefur ítrekað þurft að fara í sóttkví í sumar og Máni segir að megi deila um sanngirni þess ef KR-ingar falla. Hann segir jafnframt erfitt fyrir lið sem eru marga útlendinga að halda þeim með tilheyrandi kostnaði án þess að fá neinar tekjur. „Ef KR fellur er það eftir að hafa lent í þrisvar í sóttkví og það má deila um hversu sanngjarnt það sé. Síðan er ósanngjarnt að þau lið sem eru að leggja metnað í kvennastarfið sitt og eru með marga erlenda leikmenn eigi að þurfa blæða pening í einhverjar vikur eða mánuði í viðbót án þess að fá nokkrar tekjur. 1. deild yrði áfram 10 lið þar sem mér skilst að 2 ný kvennalið séu á leiðinni. Ég hef enga skoðun á því hvort þetta ætti bara að vera í eitt ár eða væri komið til að vera,“ skrifar Máni. Mín skoðun er að sanngjarnast væri að flauta Pepsi max kvenna af. Breiðablik er meistari og Ekkert lið fellur. Kelfavík...Posted by Mani Pétursson on Tuesday, October 13, 2020 Hér fyrir neðan má stöðuna í Pepsi Max-deild kvenna eins og hún er núna. Síðast var leikið í deildinni helgina 3.-4. október.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira