Biden sagði Trump fórna eldri borgurum í baráttunni við kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2020 06:51 Biden á kosningafundinum með eldri borgurum í Flórída í gær. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Biden sagði að í augum forsetans mætti fórna eldri borgurum í baráttunni við veiruna og að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Trump hélt sjálfur kosningafund í lykilríkinu Flórída á mánudag þar sem þúsundir stuðningsmanna hans komu saman. Voru margir þeirra án gríma. Fundur Biden í gær var töluvert frábrugðinn; mun færri voru viðstaddir, sjálfur bar hann grímu sem og gestir fundarins og fjarlægðartakmörk voru virt. Á fundinum sakaði Biden Trump um að hundsa þá ógn sem kórónuveiran er við líf og heilsu eldri borgara. Repúblikanar faðmast á meðan eldri borgarar geta ekki hitt barnabörnin „Fyrir Trump má fórna ykkur, það má gleyma ykkur, þið eruð í raun enginn. Þannig sér hann eldri borgara. Þannig sér hann ykkur,“ sagði Biden og bætti við að eini eldri borgarinn sem Trump hugsaði um væri hann sjálfur. Þá gagnrýndi hann jafnframt forsetann fyrir að halda viðburði sem hafa verið tengdir við hópsýkingar, til dæmis athöfnin í Rósagarðinum þegar tilkynnt var um tilnefningu Amy Coney Barrett í embætti hæstaréttardómara. Biden sagði að á þessum viðburðum væru Repúblikanar að faðmast á meðan eldri borgarar gætu ekki hitt barnabörnin sín. „Hann yfirgaf ykkur“ Sjálfur hélt Trump kosningafund í Pennsylvaníu í gær. Þar sagði hann meðal annars að Biden væri ekki góður maður. „Hann er vondur maður og hefur alltaf verið heimskingi,“ sagði forsetinn meðal annars um mótframbjóðanda sinn. Töluvert hefur verið gert úr æsku Bidens í Pennsylvaníu í kosningabaráttu hans en Trump gaf lítið fyrir það. „Þau segja að hann hafi fæðst í Scranton. En hann fór. Hann fór. Hann yfirgaf ykkur,ׅ“ sagði Trump. 17% forskot Bidens á Trump Aðeins eru tæpar þrjár vikur til kosninga. Biden mælist nú með 17 prósentustiga forskot á Trump samkvæmt nýrri könnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknafyrirtæki Opinium hafa gert á meðal bandarískra kjósenda og birt var í gærkvöldi. Samkvæmt könnuninni segjast 57% ætla að kjósa Biden en 40% ætla að kjósa Trump. Þetta forskot Biden er prósentustigi meira en forskotið sem hann mældist með í könnun bandarísku fréttastofunnar CNN fyrr í mánuðinum. Í þeirri könnun mældist Biden með 57% fylgi en Trump 41%.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira