Segja próf gefa jákvæða niðurstöðu þó einstaklingur sé ekki smitandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 23:31 Prófað fyrir kórónuveirunni í Miami í Bandaríkjunum. Joe Raedle/Getty Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira