Innlent

Met­fjöldi sjúkra­flutninga annan daginn í röð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því í Facebook-færslu í morgun að sinna hafi þurft alls 160 sjúkraflutningum í gær og í nótt en það er met fyrir einn sólarhring.

Í færslunni kemur fram að 113 sjúkraflutningum hafi verið sinnt á dagvaktinni í gær og 47 á næturvaktinni. Um var að ræða 34 forgangsverkefni og 34 Covid-sjúkraflutninga. Þá fór dælubíll slökkviliðsins í þrjú verkefni á sama tíma.

Vert er að taka fram að Covid-sjúkraflutningar eru ekki ávísun á kórónuveirusmit eða innlögn á Covid-deild Landspítalans. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með önnur einkenni sem læknir eða viðbragðsaðili telur að geti stafað af Covid-19 flokkast sjúkraflutningar á viðkomandi sem Covid-flutningar, líkt og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga, útskýrði í viðtali við Vísi í sumar.

Sólarhringinn á undan sinnti slökkviliðið 149 sjúkraflutningum, sem einnig var met. Það met stóð þó ekki lengi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×