Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 10:25 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira