Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 23:09 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, á blaðamannafundi í ríkinu í dag. AP/Skrifstofa ríkisstjóra í Michigan Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. Alls hafa nú þrettán verið ákærðir fyrir aðild að ráðabruggi um að ræna ríkisstjóranum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í dag að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Whitmer tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hún setti það í samhengi við orðræðu og framgöngu Trumps, sem hún kvað hafa alið á sundrung og ofbeldi. „Forseti Bandaríkjanna stóð á sviði fyrir framan bandarísku þjóðina í síðustu viku og neitaði að fordæma öfgahópa hvítra þjóðernissinna og haturshópa, sem eru eins og þessar tvær vopnuðu sveitir hægri manna,“ sagði Whitmer í ávarpi sínu í dag. Þar vísaði hún til ummæla Trumps í kappræðum hans og Joe Biden, forsetaefnis Demókrataflokksins, í síðustu viku, þar sem forsetinn var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa. Það gerði Trump ekki heldur beindi því til slíkra hópa að „halda sig til hlés og bíða“. Trump hefur þó fordæmt umrædda hópa á opinberum vettvangi síðan. „Haturshópar túlkuðu ummæli forsetans ekki sem ávítur heldur hvatningaróp. Sem ákall til aðgerða. Orð leiðtoga okkar skipta máli. Þau hafa vægi. Þegar leiðtogar okkar hitta, hvetja eða vingast við innlenda hryðjuverkamenn réttlæta þeir gjörðir þeirra. Þeir eru samsekir,“ sagði Whitmer á blaðamannafundinum í dag. Ávarp Whitmer má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. Alls hafa nú þrettán verið ákærðir fyrir aðild að ráðabruggi um að ræna ríkisstjóranum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í dag að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Whitmer tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hún setti það í samhengi við orðræðu og framgöngu Trumps, sem hún kvað hafa alið á sundrung og ofbeldi. „Forseti Bandaríkjanna stóð á sviði fyrir framan bandarísku þjóðina í síðustu viku og neitaði að fordæma öfgahópa hvítra þjóðernissinna og haturshópa, sem eru eins og þessar tvær vopnuðu sveitir hægri manna,“ sagði Whitmer í ávarpi sínu í dag. Þar vísaði hún til ummæla Trumps í kappræðum hans og Joe Biden, forsetaefnis Demókrataflokksins, í síðustu viku, þar sem forsetinn var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa. Það gerði Trump ekki heldur beindi því til slíkra hópa að „halda sig til hlés og bíða“. Trump hefur þó fordæmt umrædda hópa á opinberum vettvangi síðan. „Haturshópar túlkuðu ummæli forsetans ekki sem ávítur heldur hvatningaróp. Sem ákall til aðgerða. Orð leiðtoga okkar skipta máli. Þau hafa vægi. Þegar leiðtogar okkar hitta, hvetja eða vingast við innlenda hryðjuverkamenn réttlæta þeir gjörðir þeirra. Þeir eru samsekir,“ sagði Whitmer á blaðamannafundinum í dag. Ávarp Whitmer má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45