Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 10:10 El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey. Vísir/AP Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur. Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56