Telja sig hafa fundið uppruna ólyktar sem truflað hefur Hafnfirðinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 15:44 Umrædd bikstöð er rauðmerkt á myndinni. Mynd/Já.is Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira