Ítalir glíma við kórónuveirusmit fyrir Íslandsför Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2020 10:24 Alessandro Bastoni, leikmaður Inter og U21-landsliðsins, greindist með kórónuveirusmit samkvæmt Gazzetta dello Sport. Getty/Claudio Villa Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki. Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Ítalska U21-landslið karla í fótbolta á að spila við Ísland í undankeppni EM á Víkingsvelli á föstudaginn. Tveir leikmenn greindust með kórónuveirusmit í ítalska hópnum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalska liðið er sem stendur í Tirrenia á Ítalíu en æfingu dagsins hefur verið aflýst og leikmenn verið í einangrun síðan í gærkvöld. Þeir sem greinst hafi neikvæðir í gær fari allir aftur í smitpróf í dag. Ef ítalski hópurinn getur haldið sínu striki og ferðast til Íslands munu meðlimir hans fara í smitpróf á Keflavíkurflugvelli. Greinist leikmaður með smit gæti hópurinn allur þurft að fara í sóttkví. UEFA getur úrskurðað um sigurvegara Það er í höndum UEFA að ákveða hvað gerist ef að leikurinn getur ekki farið fram á föstudaginn. Reglur UEFA segja til um að ef 13 leikmenn Ítalíu, þar af einn markmaður, eru til taks þá geti leikurinn farið fram. Annars er mögulegt að öðru liðinu, því sem talið er bera ábyrgð á að leikurinn fór ekki fram, verði úrskurðaður sigur. Ef UEFA kemst að þeirri niðurstöðu að hvorugu eða báðum liðum sé um að kenna getur hlutkesti ráðið úrslitum. Afar mikilvægur leikur Ísland á möguleika á að vinna riðilinn eftir frækinn sigur á Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland þarf þó líklega að vinna Ítalíu, sem og Lúxemborg næsta þriðjudag, og þá væri framundan úrslitaleikur við Írland á útivelli í nóvember. Írland er með 16 stig eftir sjö leiki, Ítalía 13 og Ísland 12 stig eftir sex leiki.
Fótbolti UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45 Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31 Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Smit greindist í starfsliði Rúmeníu Einn úr starfsliði rúmenska landsliðsins í fótbolta greindist með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í gær, eftir að rúmenski hópurinn kom saman í Búkarest. 6. október 2020 14:45
Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. 6. október 2020 11:31
Stór hópur hjá U21 | Leikmenn sem spila á Íslandi ekki í seinni leiknum Arnar Þór Viðarsson hefur valið hópinn fyrir komandi verkefni hjá U21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætir Ítalíu og Lúxemborg í undankeppni EM 2021. Stærð hópsins vekur athygli en eðlilegar skýringar eru á því. 2. október 2020 17:45
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-0 | Sveinn Aron tryggði íslenska liðinu sigur í Fossvoginum Íslenska U21 árs landsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Svíþjóð í undankeppni Evrópumótsins í Fossvoginum í dag. 4. september 2020 19:00