Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 11:31 Rúmenar þurfa að fara í smitpróf við komuna til Íslands. GETTY/Alex Nicodim og Vísir/Vilhelm Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM á fimmtudagskvöld, á Laugardalsvelli. Rúmenski hópurinn fer í vinnusóttkví hér á landi, líkt og önnur knattspyrnulið sem hingað hafa komið undanfarið. Það þýðir að leikmenn geta æft saman og svo keppt gegn Íslandi. Rúmenar ferðast til Íslands í dag og fara í kórónuveirupróf á Keflavíkurflugvelli. Þar óttast Andrei Vochin, ráðgjafi formanns rúmenska knattspyrnusambandsins, að maðkur verði í mysunni, eins og hann talaði um í sjónvarpsviðtali við Telekom Sport í gærkvöld: Engan veginn sannfærður um heiðarleika Norðurlandabúa „Íslensk stjórnvöld eru með sínar sérstöku reglur, ólíkt Austurríki [þar sem Rúmenía spilaði síðasta útileik sinn]. Á Íslandi þurfa allir að fara í próf aftur [eftir próf heima í Rúmeníu] sem íslensk stjórnvöld standa fyrir. Rannsóknastofan sem vinnur úr prófunum hefur ekkert með UEFA að gera. Í hreinskilni sagt þá er ég smeykur varðandi þessi próf,“ sagði Vochin. Alexandru Maxim skoraði laglegt mark þegar Rúmenía vann Austurríki á útivelli í september. Samkvæmt Vochin voru ekki eins strangar sóttvarnareglur í Austurríki eins og á Íslandi.Getty/Alex Nicodim Vochin sagði umtalað að allir væru svo heiðarlegir á Norðurlöndum en hann væri svo sannarlega ekki sannfærður um það. Benti hann á frægt 2-2 jafntefli Svíþjóðar og Danmerkur á EM 2004, sem varð til þess að bæði lið komust áfram en Ítalía féll úr leik, og ásakanir Svía um kynþáttaníð rúmenskra stuðningsmanna í fyrra. UEFA komst að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn að enginn hefði verið beittur kynþáttaníði. Sáum hvað gerðist í Færeyjum Vochin minntist einnig á það þegar sjúkraþjálfari Slovan Bratislava greindist með kórónuveirusmit í Færeyjum, svo KÍ frá Klaksvík var úrskurðað áfram í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. „Við höfum séð hvernig þetta var í Færeyjum, þar sem reglurnar eru sams konar og á Íslandi. Við sáum hvað gerðist þegar Slovan Bratislava kom þangað, Covid smit greindist og liðinu var úrskurðað 3-0 tap. Þegar þeir komu heim og fóru aftur í próf var maðurinn með jákvæða sýnið með neikvætt sýni.“ Vochin þarf þó ekki að óttast að Rúmeníu verði úrskurðað 3-0 tap greinist einhver í hópnum með smit. Reglur UEFA kveða á um að nái lið ekki að tefla fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni, sé hægt að fresta umspilsleiknum fram í nóvember eða jafnvel fram í júní á næsta ári, rétt áður en EM hefst. Þá er mögulegt að leikurinn verði færður frá Íslandi til að hann geti farið fram, valdi kórónuveiran vandræðum. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01 Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29 Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 „Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM á fimmtudagskvöld, á Laugardalsvelli. Rúmenski hópurinn fer í vinnusóttkví hér á landi, líkt og önnur knattspyrnulið sem hingað hafa komið undanfarið. Það þýðir að leikmenn geta æft saman og svo keppt gegn Íslandi. Rúmenar ferðast til Íslands í dag og fara í kórónuveirupróf á Keflavíkurflugvelli. Þar óttast Andrei Vochin, ráðgjafi formanns rúmenska knattspyrnusambandsins, að maðkur verði í mysunni, eins og hann talaði um í sjónvarpsviðtali við Telekom Sport í gærkvöld: Engan veginn sannfærður um heiðarleika Norðurlandabúa „Íslensk stjórnvöld eru með sínar sérstöku reglur, ólíkt Austurríki [þar sem Rúmenía spilaði síðasta útileik sinn]. Á Íslandi þurfa allir að fara í próf aftur [eftir próf heima í Rúmeníu] sem íslensk stjórnvöld standa fyrir. Rannsóknastofan sem vinnur úr prófunum hefur ekkert með UEFA að gera. Í hreinskilni sagt þá er ég smeykur varðandi þessi próf,“ sagði Vochin. Alexandru Maxim skoraði laglegt mark þegar Rúmenía vann Austurríki á útivelli í september. Samkvæmt Vochin voru ekki eins strangar sóttvarnareglur í Austurríki eins og á Íslandi.Getty/Alex Nicodim Vochin sagði umtalað að allir væru svo heiðarlegir á Norðurlöndum en hann væri svo sannarlega ekki sannfærður um það. Benti hann á frægt 2-2 jafntefli Svíþjóðar og Danmerkur á EM 2004, sem varð til þess að bæði lið komust áfram en Ítalía féll úr leik, og ásakanir Svía um kynþáttaníð rúmenskra stuðningsmanna í fyrra. UEFA komst að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn að enginn hefði verið beittur kynþáttaníði. Sáum hvað gerðist í Færeyjum Vochin minntist einnig á það þegar sjúkraþjálfari Slovan Bratislava greindist með kórónuveirusmit í Færeyjum, svo KÍ frá Klaksvík var úrskurðað áfram í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. „Við höfum séð hvernig þetta var í Færeyjum, þar sem reglurnar eru sams konar og á Íslandi. Við sáum hvað gerðist þegar Slovan Bratislava kom þangað, Covid smit greindist og liðinu var úrskurðað 3-0 tap. Þegar þeir komu heim og fóru aftur í próf var maðurinn með jákvæða sýnið með neikvætt sýni.“ Vochin þarf þó ekki að óttast að Rúmeníu verði úrskurðað 3-0 tap greinist einhver í hópnum með smit. Reglur UEFA kveða á um að nái lið ekki að tefla fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni, sé hægt að fresta umspilsleiknum fram í nóvember eða jafnvel fram í júní á næsta ári, rétt áður en EM hefst. Þá er mögulegt að leikurinn verði færður frá Íslandi til að hann geti farið fram, valdi kórónuveiran vandræðum.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01 Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29 Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 „Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31
Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01
Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29
Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30
„Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40
Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19
Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32
Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46