Fyrrverandi yfirmaður CIA sakar yfirmann leyniþjónustustofnana um að ganga erinda Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 09:43 John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA, segir núverandi yfirmann leyniþjónustumála beita sérstaklega völdum upplýsingum, án semhengis, í kosningabaráttu Trump. EPA/Shawn Thew John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), hefur gagnrýnt John Ratcliffe, núverandi yfirmann leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna, harðlega og segir hann hafa opinberað sérstaklega valin skjöl í pólitískum tilgangi. Málið snýr sérstaklega að minnisblaði sem Brennan skrifaði árið 2016 og sneri að' Hillary Clinton og Rússlandi. Í blaðinu skrifaði Brennan um það að leyniþjónusta Rússlands héldi því fram að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum 2016, ætlaði sér að skapa vandræði fyrir Trump með því að saka hann um að starfa með Rússum í að hafa afskipti af kosningunum. Markmiðið væri að hylma yfir tölvupóstskandal hennar. Í viðtali á CNN í gærkvöldi gagnrýndi Brennan Ratcliffe fyrir að opinbera sérvalin leynileg gögn og án samhengis. „Þetta er hannað til að hagnast pólitískum hagsmunum Donald Trump og bandamönnum hans í Repúblikanaflokknum,“ sagði Brennan. Hann sagði enn fremur að umrætt minnisblað sneri að fundi Brennan með Barack Obama, þáverandi forseta, sem fjallaði um hvað yfirvöld í Rússlandi væru að gera í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Brennan sagði sömuleiðis að umræddar upplýsingar um ásakanir Rússa gegn Clinton hafi verið til að sýna að Bandaríkjamenn hefðu góðan aðgang að leyniþjónustusamfélagi Rússlands og væri til marks um hvað þeir væru að tala um. Hann ítrekaði einnig að þó Hillary Clinton hafi ætlað sér að beina sjónum Bandaríkjamanna að tengslum milli Trump og Rússa, væri ekkert ólöglegt við það. „John Ratcliffe og aðrir eru að reyna að stilla þessu upp sem ólöglegu athæfi sem Alríkislögregla Bandaríkjanna eigi að rannsaka. Nei, þetta var kosningabarátta,“ sagði Brennan. Fmr. CIA director Brennan: DNI made selective declassification of my handwritten notes @JohnBrennan discusses pic.twitter.com/4LZzv82l5r— The Lead CNN (@TheLeadCNN) October 6, 2020 Trump skipaði Ratcliffe í stöðuna í fyrrasumar. Hann hafði enga reynslu af leyniþjónustumálum og var áður þingmaður frá Texas. Ratcliffe hefur þar að auki verið ötull stuðningsmaður og málsvari Trump. Hann segist hafa opinberað umrædd gögn að skipun Trump. Trump-liðar hafa stokkið á opinberanir Ratcliffe og notað þær til að halda því fram að ALríkislögregla Bandaríkjanna ætti að rannsaka samsæriskenningar sem snúa að Clinton og því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Sömuleiðis hafa upplýsingarnar verið notaðar til að grafa undan þeirri niðurstöðu leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að Rússar hafi hjálpað Trump í forsetakosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent