„Ekki láta veiruna stjórna ykkur, ekki vera hrædd við hana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. október 2020 07:28 Forsetinn kemur fram á svalir Hvíta hússins í gærkvöldi eftir að hann útskrifaðist af spítala og tekur af sér grímuna. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira