Enski boltinn

Arsenal náði að losa sig við Guendouzi og Chelsea við Baka­yoko

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guendouzi hissa á æfingu Arsenal.
Guendouzi hissa á æfingu Arsenal. vísir/getty

Það hefur verið mikið í gangi í félagaskiptaglugganum á Englandi í dag og Chelsea og Arsenal hafa tekið þátt í fjörinu.

Franski miðjumaðuirnn Mattéo Guendouzi hefur ekki verið framarlega á listanum hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal, og það mun ekki breytast núna.

Því Guendouzi hefur verið lánaður til Hertha Berlín og mun hann leika með Berlínarliðinu út leiktíðina. Hann hefur leikið 57 leiki með Arsenal frá því að hann kom árið 2018.

Tiemoué Bakayoko hefur ekki verið í náðinni hjá Chelsea og það hefur ekki breyst eftir að Frank Lampard tók við liðinu síðasta sumar.

Hann kom frá Mónakó árið 2017 og hefur síðan þá spilað 29 leiki á þeim þremur árum. Hann hefur verið lánaður til Milan og Mónakó og nú er hann farinn til Napoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×