Íslenski boltinn

Nik Chamberlain: Við vorum búin að leikgreina veikleika þeirra í vikunni

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Nýliðar Þróttar hafa komið á óvart í sumar.
Nýliðar Þróttar hafa komið á óvart í sumar. Vísir/Sigurbjörn Andri

,,Ég er ánægður, mjög ánægður. Við skorum fimm mjög góð mörk. Við vorum búin að leikgreina veikleika þeirra í vikunni,” sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar R. eftir 5-0 sigur þeirra á KR í Pepsi Max deild kvenna í dag.

,,Í heildina var þetta ekki okkar besta frammistaða en eins og ég sagði við stelpurnar vorum við búin að fara yfir þetta og það skipti sköpum.”

Þróttur komu upp í Pepsi Max deildina á þessu tímabili og var spáð aftur falli af sérfræðingum fyrir mót en þær hafa svo sannarlega sannað sig.

,,Ég vissi alltaf að við ættum möguleika. Þegar við vorum búin að stilla liðið saman þá vissi ég að við ættum möguleika að keppa við gæðin. Stelpurnar hafa staðið sig mjög vel. Þær hafa staðist allar væntingar og að ná í stig úr leikjum. Það er frábært.”

,,Við höldum áfram að spila eins og þetta sé okkar síðasti leikur. Eins og við höfum verið að gera allt tímabilið. Stelpurnar hafa verið að koma inn og staðið sig mjög vel og við ætlum að halda því áfram,” sagði Nik að lokum en Þróttur mætir Stjörnunni í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×