Erlent

Nýsmitaðir fleiri en tíu þúsund í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Kona flutt á sjúkrahús í St. Pétursborg.
Kona flutt á sjúkrahús í St. Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky

Rúmlega tíu þúsund manns greindust með Covid-19 í Rússlandi í gær og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því í maí. 10.499 smituðust og 107 dóu, samkvæmt opinberum tölum. Í heildina hafa 1,2 milljónir manna smitast í Rússlandi og 21.358 þúsund hafa dáið.

Smituðum hefur farið töluvert fjölgandi í Rússlandi á undanförnum vikum og virðist fjölgunin vera mest í Moskvu.

Þar er verið að grípa til ýmissa aðgerða eins og að skikka vinnustaði, sem eru ekki skilgreindir í framlínu, til að láta minnst þriðjung starfsmanna vinna að heiman í október. Allir sem eru yfir 65 og á vinnumarkaði verða skikkaðir til að vinna að heiman.

Sjá einnig: Ný bylgja í Rússlandi að ná hinni stóru

Samkvæmt frétt Moscow Times sagði Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, fyrr í vikunni að mögulega fengju borgaryfirvöld stóra sendingu af bóluefni Rússa fyrir árslok. Það er enn í prófunum.

Tass fréttaveitan segir alls 214.500 manns vera smitaða af Covid-19. 979.143 hafi jafnað sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×