Ný bylgja í Rússlandi að ná hinni stóru Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 09:43 Heilbrigðisstarfsmenn við störf í Moskvu. AP/Dmitri Lovetsky Ríkisstjórn Vladimír Pútín í Rússlandi, er ekki með áætlanir um að setja aftur á takmarkanir og hertar sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu Covid-19 þar í landi. Síðasta sólarhringinn greindust 9.412 smitaðir í Rússlandi og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degin frá 1. júní. Heilt yfir hafa 1,2 milljónir smitast. Rúmlega 222 þúsund eru sagðir undir eftirliti lækna þessa dagana. Fólki með virk smit fjölgaði um 16,5 prósent á milli september og ágúst. Í frétt Moscow Times segir að þessi bylgja sem gengur nú yfir landið sé að nálgast þá fyrstu, með tilliti til fjölda smitaðra. Læknar í Moskvu segja að ekki séu til nægjanleg gjörgæslurúm í borginni til að anna þeim sem hafa veikst. Mikið álag á sjúkrahúsum í Moskvu Mikil fjölgun veikra hefur aukið álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn. Einn hjúkrunarfræðingur sem MT ræddi við segir álagið á sig vera tvöfalt verra en það var í sumar. Í sumar hafi tveir hjúkrunarfræðingar verið með tólf til 15 sjúklinga. Nú séu þeir um 40. Verið er að setja upp fleiri sjúkrarúm í borginni og er meðal annars verið að endurræsa þrjú bráðabirgðasjúkrahús sem reist voru í sumar. Ríkisstjórn Rússlands fundaði á þriðjudaginn og var þá kallað eftir því að íbúar landsins væru með grímur og stunduðu félagsforðun og persónulegar sóttvarnir. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, tilkynnti í vikunni tveggja vikna frí í skólum borgarinnar, og vísaði hann til þess að mörg börn hafa greinst með veiruna án þess að sýna einkenni. Hann hefur sömuleiðis lagt til að starfsmenn rúmlega fimm þúsund fyrirtækja vinni heima hjá sér um tíma. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Ríkisstjórn Vladimír Pútín í Rússlandi, er ekki með áætlanir um að setja aftur á takmarkanir og hertar sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu Covid-19 þar í landi. Síðasta sólarhringinn greindust 9.412 smitaðir í Rússlandi og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degin frá 1. júní. Heilt yfir hafa 1,2 milljónir smitast. Rúmlega 222 þúsund eru sagðir undir eftirliti lækna þessa dagana. Fólki með virk smit fjölgaði um 16,5 prósent á milli september og ágúst. Í frétt Moscow Times segir að þessi bylgja sem gengur nú yfir landið sé að nálgast þá fyrstu, með tilliti til fjölda smitaðra. Læknar í Moskvu segja að ekki séu til nægjanleg gjörgæslurúm í borginni til að anna þeim sem hafa veikst. Mikið álag á sjúkrahúsum í Moskvu Mikil fjölgun veikra hefur aukið álag á sjúkrahús og heilbrigðisstarfsmenn. Einn hjúkrunarfræðingur sem MT ræddi við segir álagið á sig vera tvöfalt verra en það var í sumar. Í sumar hafi tveir hjúkrunarfræðingar verið með tólf til 15 sjúklinga. Nú séu þeir um 40. Verið er að setja upp fleiri sjúkrarúm í borginni og er meðal annars verið að endurræsa þrjú bráðabirgðasjúkrahús sem reist voru í sumar. Ríkisstjórn Rússlands fundaði á þriðjudaginn og var þá kallað eftir því að íbúar landsins væru með grímur og stunduðu félagsforðun og persónulegar sóttvarnir. Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, tilkynnti í vikunni tveggja vikna frí í skólum borgarinnar, og vísaði hann til þess að mörg börn hafa greinst með veiruna án þess að sýna einkenni. Hann hefur sömuleiðis lagt til að starfsmenn rúmlega fimm þúsund fyrirtækja vinni heima hjá sér um tíma.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira