Berglind Rós: Erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. október 2020 16:45 Berglind Rós tryggði Fylki stig í dag. Vísir/Bára Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Berglind Rós Ágústsdóttir bar að venju fyrirliðaband Fylkis er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag er liðin mættust í 16. umferð Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Hún var ekki sátt með að ná aðeins í eitt stig en gat þó fagnað því að hafa tryggt liði sínu eitt stig. Eitthvað sem gerist ekki oft þar sem Berglind verður seint sökuð um að reima markaskóna of oft á sig. „Okkur langaði að vinna leikinn og ætluðum okkur að gera það, orðið frekar langt síðan við unnum leik. Það er betra að fá eitt stig en ekki neitt svo þetta er allt í lagi, ekkert mikið meira en það,“ sagði Berglind Rós að leik loknum. „Það er góð spurning, við breyttum leikkerfi og það hjálpaði töluvert. Við erum alltaf mikið betri í seinni hálfleik, erum mjög lengi í gang og verðum að fara laga það því fyrstu mínúturnar í hverjum leik skipta svo miklu máli. Ég veit ekki hvað gerðist en við komumst í gang í síðari hálfleik og náum að jafna en áttum auðvitað að byrja miklu fyrr,“ sagði Berglind aðspurð hvað hefði breyst hjá Fylki í síðari hálfleik en liðið var varla með í þeim fyrri. Berglind Rós fagnaði marki sínu vel og innilega í dag. Eðlilega þar sem hún skorar ekkert á hverjum degi. Alls er hún með fjögur mörk í 122 leikjum í deild og bikar á ferlinum. „Ég er mjög glöð þegar ég skora, enda gerist það mjög sjaldan. Að jafna leikinn, hjálpa liðinu mínu og við vorum miklu betri en Stjarnan í seinni hálfleik. Þær voru betri í fyrri en við seinni og við áttum að klára þetta svo þetta er mjög súrt“ „Við ætlum að ná 3. sætinu, næsti leikur er á miðvikudaginn svo við þurfum að hugsa vel um okkur og ætlum okkur sigur þar,“ sagði Berglind Rós að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Fylkir 1-1 | Baráttan um 3. sætið lifir góðu lífi Liðin í 4. og 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gerðu 1-1 jafntefli á Samsung-vellinum í Garðabænum í dag. 3. október 2020 15:50