Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 08:04 Neanderdalsmaðurinn er hér til sýnis á Náttúruminjasafninu í London. Arfur frá honum er talinn geta aukið líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af Covid-19. Getty/Mike Kemp Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Nature í vikunni og fjallað er um á vef Guardian benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Um er að ræða genaklasa frá því fyrir meira en 50 þúsund árum og bera 16% Evrópubúa og helmingur Suður-Asíubúa þessi gen í dag. Rannsóknin náði til 3.199 einstaklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Tengslin á milli alvarlegra veikinda og fyrrnefnds genaklasa komu í ljós þegar vísindamenn í Svíþjóð og Þýskalandi báru saman erfðaefni (DNA) úr mjög veikum sjúklingum við erfðaefni úr neanderdalsmanninum og denisovamanninum. Erfðaefnið sem gerir það líklegra en ella að fólk veikist alvarlegar af Covid-19 svipaði mjög til erfðaefnis sem tekið var úr neanderdalsmanni sem rakinn er til landsvæðisins sem nú er Króatía. „Ég datt næstum því úr stólnum mínum því þessi hluti erfðaefnisins var nákvæmlega sá sami og í erfðamengi neanderdalsmannsins,“ segir Hugo Zeberg, vísindamaður við Karolinska Institute í Stokkhólmi og einn þeirra sem kom að rannsókninni, í viðtali við Guardian. Zeberg og meðhöfundi hans í rannsókninni, Svante Pääbo, forstöðumaður Max Planck Institute of Evolutionary Anthropology í Leipzig, grunar að þessi genaklasi neanderdalsmannsins hafi varðveist í nútímamanninum vegna þess að eitt sinn komu þau sér vel, mögulega í baráttunni við annars konar sýkingar. Það sé ekki fyrr en nú, þegar ný sýking lítur dagsins ljós, sem ókostur genaklasans komi í ljós. Að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um rannsóknina er óljóst hvernig genaklasinn geti aukið líkurnar á því að veikjast alvarlega af Covid-19. Vitað er að eitt genið hefur með ónæmissvar líkamans að gera og annað gen tengist því hvernig veirur brjóta sér leið inn í frumur mannsins. „Við erum að reyna að negla niður hvað gen er í aðalhlutverki hérna eða hvort það eru nokkur gen í aðalhlutverki en í hreinskilni sagt vitum við ekki hver þau eru með tilliti til Covid-19,“ segir Zeberg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Þýskaland Vísindi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira