Íslenski boltinn

Rifjuðu upp glæsimörk eftir þrumufleyg Guðjóns

Sindri Sverrisson skrifar
Helgi Helgason átti ekki möguleika í glæsiskot Sigurvins Ólafssonar.
Helgi Helgason átti ekki möguleika í glæsiskot Sigurvins Ólafssonar. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Sérfræðingarnir í Pepsi Max stúkunni rifjuðu upp glæsileg mörk sín í tilefni marksins frábæra sem Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrir Stjörnuna gegn HK.

Guðjón skoraði með viðstöðulausu skoti utan teigs í 3-2 sigri Stjörnunnar. „Þetta er yndislegt skot. Davíð, þú áttir nokkur svona,“ sagði Sigurvin Ólafsson léttur og skaut á Davíð Þór Viðarsson, sem var minna í því að skora mörk. „Já, en þau [skotin] enduðu reyndar í innkasti. Það þarf svakalega góða spyrnutækni í þetta,“ svaraði Davíð léttur.

Þeir gátu þó rifjað upp glæsilegt mark sem Davíð skoraði framhjá Hannesi Þór Halldórssyni í leik með FH gegn Fram árið 2007.

Lítið mál var að finna glæsimark úr smiðju Sigurvins en Guðmundur Benediktsson benti á að Sigurvin hefði skorað fjölda marka í anda þess sem Guðjón Pétur gerði á sunnudaginn. Þeir skoðuðu stórbrotið mark Sigurvins fyrri KR gegn Grindavík, en Davíð stóðst ekki mátið að stríða kollega sínum:

„Þetta er svakalegt mark En það var svakalegur meðvindur þarna.“

Mörkin má sjá hér að neðan.

Klippa: Stúkan - Strákarnir skora flott mörk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×