Innlent

Fram­kvæmda­stjórn SA gaum­gæfir að­gerða­pakkann á fundi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar, sem forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi fyrir utan ráðherrabústaðinn fyrir hádegi. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort halda eigi atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja samtakanna um uppsögn lífskjarasamningsins til streitu. Að öllu óbreyttu hefst hún á hádegi í dag.

Á meðal aðgerðanna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í morgun er framlenging á átakinu Allir vinna, sem felur í sér fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts, út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið um 0,25 prósent til loka árs 2021. Aðgerðapakkann má nálgast í heild hér.


Tengdar fréttir

Tryggingagjald lækkað tímabundið

Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×