Tryggingagjald lækkað tímabundið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2020 11:22 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á nýyfirstöðnum blaðamannafundi. vísir/vilhelm Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21. Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Full endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna verður framlengd út árið 2021. Þá verður tryggingagjald lækkað tímabundið til loka árs 2021 og felst lækkunin í því að tryggingagjald verður ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um næstu áramót. Þetta er á meðal þeirra átta aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst grípa til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Fram kom í máli hennar að heildarkostnaður við aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar nú geti numið allt að 25 milljörðum króna. Kostnaður við að framlengja fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts með átakinu Allir vinna nemi átta milljörðum króna og að kostnaður við lækkun tryggingagjalds nemi fjórum milljörðum króna. Í viðtali við fréttastofu eftir blaðamannafundinn sagði Katrín aðspurð að lækkun tryggingagjaldsins í prósentum væri 0,25%. Fjárstuðningur, skattaívilnanir og aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu Aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins, skattaívilnanir vegna grænna fjárfestinga, aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu, úrbætur í skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði og að frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn verða lögð fram. Þessi aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar funda sem formenn stjórnarflokkanna hafa átt undanfarna tvo daga með forystu Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. SA og ASÍ greinir á um hvort forsendur lífskjarasamningsins séu brostnar. Telur SA svo vera en ASÍ er á öndverðum meiði. Vegna þessarar stöðu boðaði SA til atkvæðagreiðslu um uppsögn samningsins sem hefjast átti í gær. Henni var hins vegar frestað til hádegis í dag. Framkvæmdastjórn SA situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðbragða að vænta frá SA fljótlega upp úr hádegi. Á meðal þess sem ákveða þarf á fundi SA er hvort fresta eigi atkvæðagreiðslunni. Stjórnvöld kynntu í dag átta aðgerðir sem ætlað er auka umsvif í íslensku efnahagslífi og styðja aðila vinnumarkaðarins...Posted by Katrín Jakobsdóttir on Tuesday, September 29, 2020 Fréttin var uppfærð kl. 12:21.
Efnahagsmál Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Skattar og tollar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira