Enski boltinn

Jota í hóp með Salah og Mané

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Diego Jota og Fabinho fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld.
Diego Jota og Fabinho fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld. Jason Cairnduff/Getty Images

Diego Jota gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir Englandsmeistara Liverpool er liðið lagði Arsenal 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Englandsmeistarar Liverpool unnu öruggan 3-1 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrátt fyrir að lenda undir þá var sigur Liverpool í raun aldrei í hættu enda jöfnuðu þeir metin aðeins 147 sekúndum eftir að Alexandre Lacazette kom Skyttunum yfir.

Varamaðurinn Diego Jota skoraði sitt fyrsta mark í treyju Liverpool í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir félagið. Þar með varð portúgalski vængmaðurinn 13. leikmaður í sögu félagsins til að skora í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.

Síðustu tveir til að freka það eru þeir Mohamed Salah og Sadio Mané. Salah skoraði er hann spilaði við Watford í ágúst árið 2017. Ári áður skoraði Mané sitt fyrta mark fyrir félagið en það kom einnig gegn Arsenal.

Þegar þrjár umferðir eru búnar í ensku úrvalsdeildinni eru Liverpool með fullt hús stiga og ljóst að Englandsmeistararnir ætla sér ekki að gefa titilinn svo glatt frá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×