Prófessor segir jafna skiptingu í fæðingarorlofi mikið framfaraskref Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. september 2020 15:31 Breytingar verða gerðar á fæðingarorlofi um áramótin. Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum. Vísir/Vilhelm Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“ Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði, segir frumvarp um jafna skiptingu foreldra í fæðingarorlofi mikið framfaraskref. Hann segir fullyrðingar um að aðilar vinnumarkaðarins hafi staðið að frumvarpsgerðinni alrangar. Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við HÍ.Háskóli Íslands Líkt og greint hefur verið frá stendur til að lengja fæðingarorlof úr tíu mánuðum í tólf um áramótin. Þá hefur félagsmálaráðherra lagt fram frumvarpsdrög sem kveða á um að hvort foreldri um sig fái sex mánuði í orlof með einum framseljanlegum mánuði og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða. Ingólfur fagnar þessum breytingum. „Það var löngu orðið tímabært að lengja fæðingarorlofið. Við höfum náttúrulega verið með langstysta fæðingarorlofið af Norðurlöndunum. Hvað varðar þessa skiptingu þá hefur það náttúrlega sýnt sig að sú skipting sem tekin var upp með lögunum árið 2000 að það hefur skilað afskaplega jákvæðum afleiðingum inn í íslenskt samfélag,“ segir Ingólfur. „Það er í raun og veru ekki hægt að finna eitt einasta neikvæða atriði varðandi þessa skiptingu og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að frekari skipting muni halda áfram að skila inn jákvæðum áhrifum.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa drögin en hún segir meðal annars að þarna sé fyrst og fremst um forræðishyggju og ósveigjanleika að ræða. Ingólfur er því ósammála. „Allavega ef Samtök atvinnulífsins hafa ekki breytt þeim mun meira um skoðun frá 2000 að þá eru þau nú bara einfaldlega andvíg fæðingarorlofi. Alþjóðleg reynsla er sú að orlof sem er skiptanlegt, sem hvort foreldri um sig getur tekið verður orlof sem móðirin tekur,“ segir hann Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 „Og það er ekki bara vegna þess að mæðurnar vilji það og feðurnir vilji ekki taka það, svo sannarlega ekki, heldur er það vegna þess að það er þrýstingur í fyrirtækjunum að feður fari ekki í fæðingarorlof. Þannig að gagnrýni sem snýr að því að það séu einhver ósk fyrirtækja að hafa þetta með þessum hætti, hún er algjör misskilningur.“
Fæðingarorlof Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir 12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01 Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
12 mánuði til barnsins Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. 28. september 2020 14:01
Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. 28. september 2020 10:30