Leggja til sex mánaða fæðingarorlof fyrir hvort foreldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 10:34 Ríkisstjórn Íslands fundar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Um næstu áramót á að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði en í dag er það tíu mánuðir; fjórir mánuðir fyrir hvort foreldri og tveir mánuðir sem foreldrar eiga sameiginlega. Frumvarpið sem nú er til umsagnar í samráðsgáttinni er afurð vinnu sem hófst í september í fyrra þegar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, stofnaði samstarfshóp sem átti að endurskoða í heild sinni lögin frá árin 2000 um fæðingar- og foreldraorlof og vinna að frumvarpi því tengdu. Fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vinnumálastofnun áttu sæti í hópnum auk fulltrúa frá ráðherra, fjármálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði Í drögum að frumvarpinu er lagt til að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þá verður heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra. Jafnframt er lagt til að réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar falli niður þegar barnið nær átján mánaða aldri en í dag fellur rétturinn niður þegar barnið verður tveggja ára (24 mánaða). Í greinargerð frumvarpsins segir að breytingunni varðandi sex mánaða jafnan rétt foreldra til orlofs sé ætlað að við það að frumvarpið nái markmiðum sínum sem sé meðal annars það að hvetja báða foreldra til að gegna skyldum sínum gagnvart börnum sínum og fjölskyldulífi. „Á sama tíma er breytingunni ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði og gera báðum foreldrum auðveldara að samræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og einkalífi,“ eins og segir í greinargerðinni. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir þá forræðishyggju og þann ósveigjanleika sem hún telur birtast í frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Segir að málið ætti ekki að koma vinnumarkaðnum við Varðandi breytinguna á réttinum til þess að nýta orlofið á átján mánuðum í stað 24 segir að ástæðan sé einkum sú að „tilgangur fæðingarorlofs er fyrst og fremst að annast barnið á fyrstu mánuðunum í lífi þess þegar það þarf ámikilli umönnun foreldra að halda og að barnið eigi þess kost að mynda sterk tilfinningatengsl við báða foreldra sína. Raunin er einnig sú að flest börn foreldra á vinnumarkaði eru komin í dagsvistun um átján mánaða aldur hjá dagforeldrum eða á leikskólumog því talið líklegra að hafi foreldri ekki nýtt fæðingarorlofsrétt sinn fyrir þann tíma komi foreldrið ekki til með að nýta þann rétt sinn,“ að því er segir í greinargerð. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir drög frumvarpsins í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær og segir ráðherra leggja það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða um mál sem hafi miklar afleiðingar fyrir þroska og velferð barna til framtíðar. Hún segir að málið ætti í raun ekki að koma vinnumarkaðnum við. „Þessi óþolandi forræðishyggja og ósveigjanleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum. Hætta er á því að börn munu enda á því að fá minni tíma með foreldrum í þeim tilvikum þar sem eitt foreldri sér ekki fram á að geta tekið svona langt orlof á meðan að hitt foreldrið sem getur það fær ekki þann valmöguleika. Ef fókusinn væri raunverulega á hvað er barninu fyrir bestu þá væri þessi ákvörðun í höndum fjölskyldna. Voru mismunandi aðstæður fjölskyldna skoðaðar við þessa ákvörðunartöku eða á bara endalaust að troða öllum í sama kassann?“ spyr Halldóra í færslu sinni. Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 Kalla eftir meiri sveigjanleika Þá hafa nokkrar umsagnir nú þegar birst inni á samráðsgáttinni og fagna þar flestir því að fæðingarorlof sé lengt í tólf mánuði. Hins vegar er kallað eftir meiri sveigjanleika, það er að foreldrar fái fleiri mánuði sem séu sameiginlegir, og að tíminn sem foreldrar hafi til þess að nýta fæðingarorlofið verði ekki styttur: „Nú er það einfaldlega svo að hluti foreldra, sérstaklega feðra, ýmist getur ekki eða vill ekki taka langt fæðingarorlof, og jafnvel ekkert orlof. Þá fá þau börn mun styttri tíma með foreldrum sínum heima en önnur börn, sem skapar misrétti og gefur börnum misgóða byrjun í lífinu. Það verður að finna jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða og sjónarmiða um réttindi og heilbrigði barnsins. Ef skipting 12 mánaða fæðingarorlofs væri t.d. 4-4-4, þar sem hvort foreldri ætti 4 mánuði og svo mætti deila fjórum mánuðum, myndi það tryggja jafnréttissjónarmið og einnig tryggja öllum börnum að minnsta kosti átta mánuði heima. Stytting nýtingartímans niður í 18 mánuði er líka skref aftur á bak. Því fer mjög fjarri að öll börn komist inn á leikskóla 18 mánaða. Mörg börn komast ekki inn á leikskóla fyrr en tveggja ára eða rúmlega tveggja ára,“ segir til að mynda í umsögn sem Svala Jónsdóttir sendi inn í gær. Félagsmál Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Um næstu áramót á að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði en í dag er það tíu mánuðir; fjórir mánuðir fyrir hvort foreldri og tveir mánuðir sem foreldrar eiga sameiginlega. Frumvarpið sem nú er til umsagnar í samráðsgáttinni er afurð vinnu sem hófst í september í fyrra þegar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, stofnaði samstarfshóp sem átti að endurskoða í heild sinni lögin frá árin 2000 um fæðingar- og foreldraorlof og vinna að frumvarpi því tengdu. Fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vinnumálastofnun áttu sæti í hópnum auk fulltrúa frá ráðherra, fjármálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði Í drögum að frumvarpinu er lagt til að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þá verður heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra. Jafnframt er lagt til að réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar falli niður þegar barnið nær átján mánaða aldri en í dag fellur rétturinn niður þegar barnið verður tveggja ára (24 mánaða). Í greinargerð frumvarpsins segir að breytingunni varðandi sex mánaða jafnan rétt foreldra til orlofs sé ætlað að við það að frumvarpið nái markmiðum sínum sem sé meðal annars það að hvetja báða foreldra til að gegna skyldum sínum gagnvart börnum sínum og fjölskyldulífi. „Á sama tíma er breytingunni ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði og gera báðum foreldrum auðveldara að samræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og einkalífi,“ eins og segir í greinargerðinni. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir þá forræðishyggju og þann ósveigjanleika sem hún telur birtast í frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Segir að málið ætti ekki að koma vinnumarkaðnum við Varðandi breytinguna á réttinum til þess að nýta orlofið á átján mánuðum í stað 24 segir að ástæðan sé einkum sú að „tilgangur fæðingarorlofs er fyrst og fremst að annast barnið á fyrstu mánuðunum í lífi þess þegar það þarf ámikilli umönnun foreldra að halda og að barnið eigi þess kost að mynda sterk tilfinningatengsl við báða foreldra sína. Raunin er einnig sú að flest börn foreldra á vinnumarkaði eru komin í dagsvistun um átján mánaða aldur hjá dagforeldrum eða á leikskólumog því talið líklegra að hafi foreldri ekki nýtt fæðingarorlofsrétt sinn fyrir þann tíma komi foreldrið ekki til með að nýta þann rétt sinn,“ að því er segir í greinargerð. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir drög frumvarpsins í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær og segir ráðherra leggja það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða um mál sem hafi miklar afleiðingar fyrir þroska og velferð barna til framtíðar. Hún segir að málið ætti í raun ekki að koma vinnumarkaðnum við. „Þessi óþolandi forræðishyggja og ósveigjanleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum. Hætta er á því að börn munu enda á því að fá minni tíma með foreldrum í þeim tilvikum þar sem eitt foreldri sér ekki fram á að geta tekið svona langt orlof á meðan að hitt foreldrið sem getur það fær ekki þann valmöguleika. Ef fókusinn væri raunverulega á hvað er barninu fyrir bestu þá væri þessi ákvörðun í höndum fjölskyldna. Voru mismunandi aðstæður fjölskyldna skoðaðar við þessa ákvörðunartöku eða á bara endalaust að troða öllum í sama kassann?“ spyr Halldóra í færslu sinni. Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 Kalla eftir meiri sveigjanleika Þá hafa nokkrar umsagnir nú þegar birst inni á samráðsgáttinni og fagna þar flestir því að fæðingarorlof sé lengt í tólf mánuði. Hins vegar er kallað eftir meiri sveigjanleika, það er að foreldrar fái fleiri mánuði sem séu sameiginlegir, og að tíminn sem foreldrar hafi til þess að nýta fæðingarorlofið verði ekki styttur: „Nú er það einfaldlega svo að hluti foreldra, sérstaklega feðra, ýmist getur ekki eða vill ekki taka langt fæðingarorlof, og jafnvel ekkert orlof. Þá fá þau börn mun styttri tíma með foreldrum sínum heima en önnur börn, sem skapar misrétti og gefur börnum misgóða byrjun í lífinu. Það verður að finna jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða og sjónarmiða um réttindi og heilbrigði barnsins. Ef skipting 12 mánaða fæðingarorlofs væri t.d. 4-4-4, þar sem hvort foreldri ætti 4 mánuði og svo mætti deila fjórum mánuðum, myndi það tryggja jafnréttissjónarmið og einnig tryggja öllum börnum að minnsta kosti átta mánuði heima. Stytting nýtingartímans niður í 18 mánuði er líka skref aftur á bak. Því fer mjög fjarri að öll börn komist inn á leikskóla 18 mánaða. Mörg börn komast ekki inn á leikskóla fyrr en tveggja ára eða rúmlega tveggja ára,“ segir til að mynda í umsögn sem Svala Jónsdóttir sendi inn í gær.
Félagsmál Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira