Fæðingarorlof feðra verði 6 mánuðir Sunna Símonardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 28. september 2020 10:30 Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Sunna Símonardóttir Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta jafnréttismál síðari ára voru ný lög um fæðingarorlof sem sett voru árið 2000 sem tryggðu íslenskum feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Löggjöfin skilaði sér í mikilli nýtingu feðra á fæðingarorlofi því þegar feður hafa öðlast sjálfstæðan óframseljanlegan rétt þá nýta þeir hann. Engu að síður er það svo að mæður nota oftar allan sinn sjálfstæða rétt og í flestum tilvikum einnig nær allan sameiginlegan rétt þannig að fæðingarorlofstaka þeirra er mun lengri en feðra. Nýleg greining sýnir þannig fram á að Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Fyrir þessu eru margar ástæður; kynbundinn launamunur, samfélagslegur þrýstingur og ekki síður gamaldags og hamlandi hugmyndir um foreldrahlutverkið. „Valfrelsi” foreldra um nýtingu orlofs mun ekki stuðla að jafnrétti, því er nauðsynlegt að feður öðlist lengri sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs. Feður vilja lengra fæðingarorlof Í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um fæðingarorlof kom fram að 70% feðra og mæðra á Norðurlöndunum telja að orlofinu eigi að vera skipt jafnt. Rannsóknir á Íslandi, sem og á hinum Norðurlöndunum, sýna að feður sem nýta fæðingarorlof sitt eru virkari við umönnun barna sinna en þeir sem ekki gera það og fæðingarorlof feðra dregur enn fremur úr tíðni skilnaða og hefur jákvæð áhrif á líðan barna. Sérstakt feðraorlof hefur reynst skilvirkasta leiðin svo karlar verði lengur heima með ungbörnin sín og það hefur svo áhrif á venjur og viðhorf á vinnumarkaði sem og innan fjölskyldunnar. Eyrnamerkt feðraorlof er því lykillinn til að stuðla að jafnri ábyrgð foreldra á umönnun barna, heimilisstörfum og jafnrétti á vinnumarkaði. Dauðafæri til framtíðar Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögunum þar sem réttur foreldra til orlofs er jafn. Það er eðlileg krafa í jafnréttisamfélagi að löggjöf um fæðingarorlof geri ráð fyrir því að feður jafnt sem mæður sinni börnum sínum. Við eigum ekki að smíða löggjöf um það hvernig hlutirnir eru eða hafa verið, heldur hvernig er eðlilegt og réttlátt að þeir séu. Verkaskipting foreldra í uppeldi og umönnun hefur áhrif á alla þætti samfélagsins og skapar ólík hlutverk fyrir konur og karla sem hefur síðan áhrif á samfélagsþátttöku, atvinnuþátttöku og byrði innan heimilisins og svo ótalmargt fleira. Þetta er grundvöllur margskonar ójafnréttis og íþyngjandi kynhlutverka. Löggjöfin þarf að hafa svigrúm þegar sannarlega er aðeins um eitt foreldri að ræða en annars á hún að byggja á þeirri einföldu hugmynd að feður og mæður njóti jafnréttis en sé ekki kerfisbundið mismunað. Það er best fyrir börnin og okkur öll, til skemmri og lengri tíma litið. Sunna Símonardóttir, aðjúnkt og nýdoktor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun