Íslenski boltinn

Skagamenn hafa skorað tíu mörkum meira en þegar þeir urðu síðast meistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur skorað sex af tólf mörkum sínum í Pepsi Max deild karla á síðustu sjö dögum.
Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur skorað sex af tólf mörkum sínum í Pepsi Max deild karla á síðustu sjö dögum. Vísir/Bára

Skagamenn hafa heldur betur skorað mörk í Pepsi Max deild karla í sumar eða 39 mörk í fyrstu 17 leikjum sínum. Samanburðurinn við síðustu Íslandsmeistara Skagamaður er fróðlegur.

ÍA skoraði tvö mörk í jafntefli á móti Víkingum í Pepsi Max deild karla í gær og hefur þar með skorað tvö mörk eða meira í fimm leikjum í röð og enn fremur í átta af síðustu níu deildarleikjum.

Samtals hafa Skagamenn skorað 39 mörk í 17 leikjum eða 2,3 mörk að meðaltali í leik. Það er aðeins topplið Valsmanna sem hefur skorað fleiri mörk og ÍA er meira segja með sjö mörkum meira en liðið í þriðja sætið.

Tryggvi Hrafn Haraldsson er þegar kominn með tólf mörk en sex þeirra hafa komið í síðustu þremur leikjum. Tryggvi Hrafn er búinn að skora tvennu í þremur síðustu leikjum Skagamanna.

Þetta er það langmesta sem Skagamenn hafa skorað á einu tímabili á þessari öld og í raun flest mörk síðan að liðið skoraði 42 mörk sumarið 1997.

Það er athyglisvert að skoða markaskor Skagamanna í sumar í samanburði við markaskor liðsins sumarið 2001. Sumarið 2001 er einmitt síðasta Íslandsmeistarasumar Skagamanna.

ÍA-liðið skoraði 29 mörk í 18 leikjum sumarið 2001 en það dugði til sigurs í mótinu. Skagaliðið í sumar hefur spilað leik minna en meistaraliðið frá 2001 en hefur samt sem áður þegar skorað tíu mörkum meira.

Þar munaði mestu um það að Skagamenn fengu aðeins á sig 16 mörk en Skagaliðið í sumar hefur sótt boltann 39 sinnum í markið sitt.

Flest mörk Skagamanna á einu tímabili í efstu deild á þessari öld:

  • 39 mörk - 2020 (17 leikir, 5 leikir eftir)
  • 34 mörk - 2007 (18 leikir)
  • 32 mörk - 2012 (22 leikir)
  • 31 mark - 2015 (22 leikir)
  • 29 mörk - 2001 (18 leikir)
  • 29 mörk - 2002 (18 leikir)


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.