Setja herlög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 07:42 Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. AP Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir. Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga. Deilur ríkjanna snúa að héraðinu Nagorno-Karabakh og hefa staðið allt frá því að ríkin lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum snemma á tíunda áratugnum. Í héraðinu, sem er að finna innan landamæra Aserbaídsjan, eru Armenar í meirihluta og ráða þar ríkjum. Tugir þúsunda hafa fallið í átökum um héraðið síðustu áratugi. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjans, sagðist í gær vera bjartsýnn á að ná stjórn á héraðinu. Herlög hafa nú verið sett í hluta Aserbaídsjan, auk Armeníu og Nagorno-Karabakh. Átökin milli ríkjanna nú eru þau hörðustu í langan tíma, en í júlí síðastliðinn féllu sextán manns sem leiddi til fjölmennra mótmæla í asersku höfuðborginni Baku þar sem þess var krafist að héraðið yrði hertekið. Vopnahléi verði komið á Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við Asera, en Tyrkir og Aserar eru nánir bandamenn. Rússlandsstjórn hefur krafist þess að samið verði um vopnahlé tafarlaust, en Rússar hafa jafnan verið á bandi Armena í átökunum við Asera. DW segir frá því að ásakanir milli ríkjanna hafi gengið víxl. Er haft eftir talsmanni armenska varnarmálaráðuneytisins að átökin hafi haldið áfram í morgun þar sem Aserar hafi beitt þungavopnum. Varnarmálaráðuneyti Aserbaídsjans segir armenskar hersveitir hafa ráðist á bæinn Terter. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur tilkynnt um liðssöfnun hersins, að Armenar séu reiðubúnir undir stríð og að ekki verði tomma gefin eftir.
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08 Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
Grunar að sýrlenskir hermenn hafi verið í hópi hersveita Aserbaídsjan Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. 27. september 2020 18:08
Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. 27. september 2020 14:36