Erlent

Skráð dauðs­föll nálgast hrað­byri eina milljón

Atli Ísleifsson skrifar
Í Indlandi hafa sex milljónir manna greinst með veiuruna, svo staðfest sé.
Í Indlandi hafa sex milljónir manna greinst með veiuruna, svo staðfest sé. AP

Tala látinna af völdum Covid 19 í heiminum nálgast nú hraðbyri eina milljón manna. Samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum stendur tala látinna nú í tæplega 998 þúsund manns en tölu háskólans hafa hingað til verið notaðar sem mælistika á útbreiðslu faraldursins.

AFP fréttastofan heldur því reyndar fram og vitnar í eigin útreikninga, að talan sé nú þegar komin yfir eina milljón látinna.

Samkvæmt Johns Hopkins hafa rúmlega 33 milljónir nú smitast af veirunni og verst er ástandið í Bandaríkjunum þar sem sjö milljónir hafa smitast.

Indland færist þó hratt upp listann en þar hafa sex milljónir manna greinst með veiuruna, svo staðfest sé.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.