Erlent

Fundur G20-ríkjanna fer fram í gegn um fjarfundabúnað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tilkynnt var í dag að fundur G20-ríkjanna verði haldinn í gegn um fjarfundabúnað dagana 21. og 22. nóvember næstkomandi. Til stóð að halda fundinn í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, en Sádar fara nú með formennsku G20.
Tilkynnt var í dag að fundur G20-ríkjanna verði haldinn í gegn um fjarfundabúnað dagana 21. og 22. nóvember næstkomandi. Til stóð að halda fundinn í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, en Sádar fara nú með formennsku G20. Vísir/EPA

Sádar hafa tilkynnt að fundur G20-ríkjanna verði haldinn í gegn um fjarfundabúnað 21. til 22. nóvember. Sádar eru nú með formennsku í G20 og stóð til þangað til nú að halda fundinn í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu.

Á fundinum verður einblínt á það að vernda líf og koma vexti í samt lag með því að einblína á áhrif kórónuveirufaraldursins og þá vankanta sem hann leiddi í ljós. Þá er tilgangur fundarins að stuðla að betri framtíð að því er yfirvöld Sádi-Arabíu sögðu í yfirlýsingu í dag.


Tengdar fréttir

Samþykktu að frysta skuldir fátækustu ríkja heims

Fjármálaráðherrar G20-ríkjanna samþykktu að frysta afborganir fátækustu ríkja heims af skuldum þeirra út þetta ár vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins. Hundruð fjármálafyrirtækja fóru í kjölfarið að fordæmi ríkjanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.