Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. Yfirmaður vísindamála hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, segir hugsanlegt að bóluefni verði orðið aðgengilegt um mitt næsta ár.
Soumya Swaminathan, yfirmaður vísindamála hjá WHO, segir í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum WHO í dag að fýsilegast væri að bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni.
When can we expect a vaccine for #COVID19?
— World Health Organization (WHO) (@WHO) September 27, 2020
How will we ensure that it is safe?
Who should be vaccinated first and why?#ScienceIn5 with @doctorsoumya, WHO Chief Scientist pic.twitter.com/Ip64xDqQc0
Swaminathan fór yfir stöðu mála hvað varðar bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 í myndbandinu sem birt var í dag. Hún sagði að ákjósanlegt væri að bóluefnið verði gefið í einni sprautu og myndi ónæmi sem myndi vara um nokkurra ára skeið. Þá væri mikilvægt að bóluefnið geymist auðveldlega.
Hún segir í myndbandinu að ánægjulegt sé að svo mörg efni séu á lokastigi prófana og að mun fleiri séu að vinna að þróun bóluefnis.