Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 21:59 Fossvogsskóli var lokað vorið 2019 vegna myglu sem fannst í húsnæði skólans. Móðir barns í skólanum segir son sinn enn finna fyrir einkennum myglu. Vísir/Vilhelm Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. Móðir barnsins segist sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda en kallað hefur verið eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Þessu lýsti móðirin í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg telur ekki þörf á frekari úrbótumá húsnæði skólans. Skólanum var lokað í mars 2019 í kjölfar þess að starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu. Varhugaverð mygla greindist við nánari rannsóknir Sýnataka og mælingar í skólanum höfðu leitt í ljós í mars 2019 að raka- og loftgæðavandamál væru til staðar í skólanum.. Höfðu þá starfsfólk og nemendur jafnframt kvartað undan einkennum og var í kjölfarið var ráðist í endurbætur á skólanum. Fossvogsskóli var opnaður á ný haustið 2019 en í desembermánuði sama ár varð vart við leka meðfram þakglugga. Farið var í frekari endurbætur og sýnataka og mælingar framkvæmdar að nýju nú í sumar. Niðurstaða þeirra mælinga hafa ekki gefið tilefni til að fara í frekari framkvæmdir, sagði tilkynningu frá Reykjavíkurborg á dögunum. Líður illa en skánar í fríum Sigríður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og móðir drengs í þriðja bekk í Fossvogsskóla, segir í samtali við Ríkisútvarpið að sonur hennar hafi fundið fyrir einkennum myglu frá því hann hóf nám við skólann. Hann fái mikið exem um allan líkamann sem hann klæi og svíði í. „Hann verður líka órólegur, þreyttur, líður illa inni í sér, á erfitt með að hugsa og læra og einbeita sér,“ sagði Sigríður. Hún segir hann lagast í skólafríum og skána um helgar og vera einkennalausan á sumrin. „Það er algerlega skýrt að þetta tengist veru hans í skólanum,“ segir Sigríður. Hún telur ljóst að leita þurfi betur að myglu því augljóst sé að eitthvað sé þarna að finna. Gríðarleg orka fari í að sinna barni sem ekki líði vel og að þau séu mjög sorgmædd yfir þessu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði