Enski boltinn

Staðfestir viðræður en útilokar að Skriniar verði seldur til Tottenham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skriniar er einn besti miðvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Skriniar er einn besti miðvörður ítölsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty

Varnarmaðurinn öflugi Milan Skriniar mun ekki yfirgefa Inter Milan í sumar en Tottenham hefur af veikum mætti reynt að klófesta þennan 25 ára gamla miðvörð undanfarnar vikur.

Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, staðfestir að hafa átt í viðræðum við forráðamenn Tottenham vegna Skriniar en þær viðræður eru ekki að fara lengra.

„Ég get staðfest það að við áttum fund við Steve Hitchen frá Tottenham. Hann kom til Milanó og spurðist fyrir um Skriniar en við sögðum honum að sá leikmaður væri ekki í boði.“

„Við erum búnir að selja Diego Godin svo vörnin okkar ræður ekki við að missa fleiri menn. Þar fyrir utan erum dettur okkur ekki í hug að losa okkur við leikmann sem hefur álíka hæfileika og Skriniar,“ segir Ausilio.

Samkvæmt heimildum Sky verðleggur Inter Skriniar á 55 milljónir punda en fyrirspurn Tottenham hljóðaði upp á mun lægri upphæð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.