Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 14:34 Vopnaðir lögreglumenn standa vörð utan við bygginguna sem hýsti áður ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í Frakklandi. Gagnrýni hefur komið fram um að lögreglan hafi vanmetið öryggisógn á svæðinu eftir árásina í gær sem virðist tengjast hryðjuverkunum 2015 og réttarhöldum vegna þeirra. Vísir/EPA Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. Skrifstofur blaðsins voru fluttar eftir að íslamskir hryðjuverkamenn myrtu tólf manns þar vegna skopmynda af Múhammeð spámanni árið 2015. Sjö manns eru enn í haldi í tengslum við rannsókn á stunguárásinni. Hún er rannsökuð sem hryðjuverk. Sá grunaði er sagður átján ára gamall maður af pakistönskum ættum. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að hann hafi komið til Frakklands án þess að vera í fylgd fullorðinna þegar hann var enn undir lögaldri fyrir þremur árum. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum innan frönsku lögreglunnar að grunaði árásarmaðurinn hafi sagst vilja vinna starfsmönnum Charlie Hebdo mein. Réttarhöld fara nú fram yfir fjórtán manns í tengslum við hryðjuverkin fyrir fimm árum. Ekkjur hryðjuverkamannanna, sem féllu allir í bardaga við lögreglu á sínum tíma, báru vitni í gær. Ritstjórn Charlie Hebdo ákvað að birta aftur skopmyndir af Múhammeð spámanni sem reittu hryðjuverkamennina til reiði á sínum tíma í tilefni af réttarhöldunum nú. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, sem lýstu yfir ábyrgð á fjöldamorðinu árið 2015, hafa haft í hótunum við blaðið vegna þess. Myndver sjónvarpsframleiðslufyrirtækis er nú í byggingunni þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Maðurinn særði tvo starfsmenn þess, karl og konu, sem voru úti að reykja fyrir utan bygginguna með kjötöxi. Fólkið hefur verið sagt alvarlega slasað en ekki í lífshættu. Frakkland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. Skrifstofur blaðsins voru fluttar eftir að íslamskir hryðjuverkamenn myrtu tólf manns þar vegna skopmynda af Múhammeð spámanni árið 2015. Sjö manns eru enn í haldi í tengslum við rannsókn á stunguárásinni. Hún er rannsökuð sem hryðjuverk. Sá grunaði er sagður átján ára gamall maður af pakistönskum ættum. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að hann hafi komið til Frakklands án þess að vera í fylgd fullorðinna þegar hann var enn undir lögaldri fyrir þremur árum. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum innan frönsku lögreglunnar að grunaði árásarmaðurinn hafi sagst vilja vinna starfsmönnum Charlie Hebdo mein. Réttarhöld fara nú fram yfir fjórtán manns í tengslum við hryðjuverkin fyrir fimm árum. Ekkjur hryðjuverkamannanna, sem féllu allir í bardaga við lögreglu á sínum tíma, báru vitni í gær. Ritstjórn Charlie Hebdo ákvað að birta aftur skopmyndir af Múhammeð spámanni sem reittu hryðjuverkamennina til reiði á sínum tíma í tilefni af réttarhöldunum nú. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, sem lýstu yfir ábyrgð á fjöldamorðinu árið 2015, hafa haft í hótunum við blaðið vegna þess. Myndver sjónvarpsframleiðslufyrirtækis er nú í byggingunni þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Maðurinn særði tvo starfsmenn þess, karl og konu, sem voru úti að reykja fyrir utan bygginguna með kjötöxi. Fólkið hefur verið sagt alvarlega slasað en ekki í lífshættu.
Frakkland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira