Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:03 Lögreglumenn standa yfir kjötöxi sem talið er að árásarmaðurinn hafi notað. AP/Soufian Fezzani Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana. Frakkland Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana.
Frakkland Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira