Erlent

Á spítala eftir atvik í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Ron Paul hefur þrisvar sinnum boðið sig fram í forvali Repúblikanaflokksins til forsetakosninga.
Ron Paul hefur þrisvar sinnum boðið sig fram í forvali Repúblikanaflokksins til forsetakosninga. AP/Carlos Osorio

Ron Paul, fyrrverandi þingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var lagður inn á sjúkrahús í dag eftir að atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu. Paul er sagður við ágæta heilsu.

Paul var í beinni útsendingu á Youtube þegar hann varð allt í einu óskiljanlegur og virtist eiga í vandræðum. Slökkt var á útsendingunni og myndbandið fjarlægt.

Seinna í kvöld birtist mynd af honum á Twitter þar sem hann var á sjúkrahúsi.

„Mér líður vel. Takk fyrir áhyggjur ykkar,“ stóð við myndina.

Paul er 85 ára gamall.

Netverjar hafa haldið því fram að Paul hafi fengið heilablóðfall. Talsmenn hans og stofnunar hans hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla. Samkvæmt heimildum Fox News innan búða Paul er þingmaðurinn fyrrverandi sagður skýr og vongóður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.